Sleppum flugeldunum

Ég tek undir með Jóni Magnússyni, best er að sleppa því að kaupa flugelda. Þar er verið að brenna peningum. Ég bæti því þó við að ekki væri vitlaust að taka helminginn af þeirri upphæð sem almennt er eytt á heimilunum í þessa vitleysu og gefa beint til björgunarsveitanna.