Ég er að ljúka síðasta verkefninu í þessari törn sem hefur staðið núna í nokkrar vikur. Í næstu viku er það síðan verkefnavika, reyndar á ég tvö verkefni til að vinna þá en mér finnst þaui frekar lítilvæg miðað við það sem hefur verið í gangi undanfarið. Reyndar eru tvö verkefni sem gilda samanlagt 100% fyrir einn kúrs en einhvern veginn finnst mér þau líka léttvæg enda takmarkast það við heimildaleit og gerð heimildaskrár.
Seinni í dag er síðan fyrsta vísindaferðin í Bókasafns og upplýsingafræði sem Eygló hefur skipulagt að miklu leyti ein og það er alveg metþátttaka, jákvætt það.
Morgun er landsráðstefna og vonandi badminton.