Síðasti frídagurinn

Á morgun tekur við vinna eins og venjulega. Í gær mótmælti ég og fór á útsölur. Mótmælin voru meira spennandi. Ég rakst næstum á Egil Helgason í orðsins fyllstu merkingu þegar ég var að troða mér í gegnum mannfjöldann.

Í dag hef ég engin plön. Við sitjum hérna í stofunni, bæði í afslappelsisfötum. Við höfum notað fríið ágætlega í afslöppun enda ágætt eftir allt sem á undan er gengið.

Hefðum nú samt átt að spila meira. Kannski að við finnum einhverja spilafélaga í kvöld.