Enn um Steikta Björn og SHA

Steikti Björn talar um að Samtök Herstöðvaandstæðinga lifi í fortíðinni (þó herstöðin sé ennþá til og því full ástæða til að berjast gegn henni) og mér fannst það vera fyndið af því Björn lifir sjálfur góðu lífi í fortíðinni (svona einsog Ronald Reagan).

Ég lék mér að því að fá Google til að segja mér í hve mörgum greinum á heimasíðu sinni Björn hefur minnst á Sovétríkin síðan hann hóf skrif þar. Niðurstaðan er að Björn hefur í 85 pistlum og greinum minnst á Sovétríkin, hann byrjaði að skrifa þarna um 4 árum eftir að Sovétríkin féllu. Þetta þýðir að Björn hefur minnst á Sovétríkin í næstum hverja einasta mánuði í átta ár, það er að lifa í fortíðinni.