Föstudagskvöldið

Á föstudaginn fórum við með bókasafns- og upplýsingafræðinemum í Upplýsingu sem er félag bókaafns- og upplýsingafræða. Eygló skipulagði þessa ferð nær einsömul fyrir okkur. Það var alveg metþátttaka sem gefur von um að félagslífið þarna verði líflegra en áður. Þarna var kynning á þessu fagfélagi sem tekur til, að mér skyldist, allra sem starfa á bókasöfnum. Eftir á var boðið upp á léttar vetingar, þeir sem vildu áfengi höfðu valkosti í áfengisvali en þeir sem drekka ekki fengu Sprite (sem er drykkur sem ég fíla ekki). Þetta er náttúrulega allsstaðar svona, þeir sem drekka ekki eru bara auka.

Svona helmingur hópsins endaði á Kaffihúsi þar til að hópurinn tvístraðist til að horfa á Idol. Ég, Eygló, Hjördís, Danni og Halli fórum heim til Hildar og Evu og horfðum á þáttinn þar. Ég sagði eitthvað neikvætt um alla keppendurna nema einn. Sú sem ég sagði ekkert neikvætt um fór áfram ásamt stráknum sem fékk gelgjuatkvæðin.

Við yfirgáfum Hildi og Evu og kvöddum Danna. Restin fórum svo heim til okkar að spila. Ég og Hjördís völtuðum þá yfir Halla og Eygló í Party & Co.

Ég þarf náttúrulega að minnast á að ég var ógeðslega leiðinlegur við Halla þetta,kvöld og mér fannst það ægilega fyndið.