Öskrandi stúdentapólitík

Stúdentaráðskosningarnar í ár gætu orðið skemmtilegar. Vaka ætti að vera lömuð vegna þess að þessi fylking hefur augljóslega uppeldisstöð útrásarvíkinga og frjálshyggjufalsspámanna. Síðan dettur inn Öskra sem er nýtt afl sem passar vel við tíðarandann.

En ég hef ekki enn heyrt staðfestingu á sérframboði nemenda úr gamla KHÍ. Slíkt framboð væri vel skiljanlegt þegar þau koma skyndilega inn í þetta undarlega stúdentapólitíkurkerfi sem við höfum hér í HÍ.

Ætli þetta endi kannski ekki bara með því að Vaka og Röskva myndi aftur saman meirihluta með það að höfuðmarkmiði að verja kerfið? Eins og síðast.