Heimdallur er óþrjótandi uppspretta skemmtunar. Núverandi stjórn þurfti að svindla í kosingum til að komast að, ég held að formlega heiti svoleiðis valdarán. Stjórnin kemur sífellt og endalaust í fjölmiðlum til að verja valdaránið. Vörnin virðist vera að andstæðingar þeirra hafi verið mikið betri kosningasmalar í ár, í fyrra var það í lagi af því að þá var rétta fylkingin með betri smölun. Bjánar.
Núna þykjast þeir vera hissa á því að RÚV vilji ekki spila auglýsingu þar sem hlustendur eru beðnir um að slökkva á útvarpinu. Þeir segjast vera að vekja athygli á því að Ríkið standi þarna í samkeppnisrekstri (sem kom mér og öllum öðrum á óvart er það ekki?).
Mér finnst pólitík Heimdallar (og ungra Sjálfstæðismanna almennt) nær ávallt ganga út á smáatriði sem angra þá ákaflega mikið í þeirra annars auðvelda lífi. Reyndar eru Ungir Jafnaðarmenn sífellt að fara þessa slóð, takandi afstöðu í einhverjum deilumálum um fótbolta og skák. Allt í lagi að eiga sér áhugamál en ekki halda þau séu gjaldgeng sem alvöru baráttumál í stjórnmálum.
Vissuð þið annars að á sínum tíma ályktaði Heimdallur gegn herstöðinni? Maður fær svona fróðleikspunkta þegar maður mætir á landsráðstefnu Samtaka Herstöðvaandstæðinga.