Ég hef litla trú á neyðarstjórn, utanþingsstjórn, stjórnlagaþingi og þess háttar. Ég held að þetta gangi ekki upp. Ég myndi hins vegar vilja sjá fólk dusta rykið af tillögum Vilmundar Gylfasonar um breytt kosningakerfi. Það er langt síðan ég skoðaði það en mig minnir að eitt helsta inntak þess hafi verið að hægt var að kjósa bæði fólk og flokka. Slíkt skref væri góð byrjun.