Ég myndi vilja VG í Menntamálaráðuneytið og Dómsmálaráðuneytið. Augljóslega Katrínu í menntamálin, annað kemur bara ekki til greina (þó hún væri góð í mörgu er hún bara óneitanlega best í þessum málaflokki).
Annars hugsar maður ekki um þessa stjórn sem „alvöru“ heldur bara tækifæri til að laga örlítið til. Síðan er spurningin hvort hún haldi í kosningunum, nái jafnvel meirihluta.