Klikkaðasti Moggabloggarinn?

Ég þurfti að taka skjáskot af þessari færslu því ég bara trúi ekki að hún verði ennþá inni í loks dags. Ég hef nefnilega aldrei séð aðra eins klikkun á Moggablogginu og þá skulið þið muna að samkeppnin er hörð. Þið ættuð að geta smellt á myndina til að fá hana stærri. Ætli greyjið fái ekki bráðum að fjúka og fái síðan aðstöðu hjá „of klikkuð fyrir Moggabloggið„. Og munið að þessi maður er blaðamaður, vissulega bara hjá Viðskiptablaðinu en samt.

gislifrey
Þakka Frelsisfrönskunum ábendinguna.