Vilji skattgreiðenda

Mér finnst fyndið að “frelsi einstaklingsins” rugludallarnir skuli ákveða fyrir hönd skattgreiðenda hvað eigi að gera við útvarpsráð, kannski að þeir ættu að lesa kommentið á VefÞjóðviljanum sem segir að þjóðir hafi ekki vilja heldur bara einstaklingar. Þeir eru þarna í mótsögn við sjálfa sig, Heimdallur er ekki nokkurn hátt fulltrúi skattgreiðenda, þetta er bara hópur af náungum sem virðast ekki einu sinni skilja lýðræði.

En hverjir eru það sem ákveða að þessir náungar komist í alla fjölmiðla bara af því þeim dettur í hug að gera eitthvað sem þeim finnst sniðugt? Er það bara fyrir mig, svo ég geti skemmt mér yfir þessu? Miðað við hvað er erfitt að fá fjölmiðla til að fjalla um mikilvæg mál þá á Heimdallur auðvelt með að komast að til að tala um smáatriðapólitík sína. Kannski að þetta gegni í raun sama hlutverki og sætar fréttir um fjölgun í dýragörðum: “Æji, hvað þeir eru nú sætir, klæddir í nýju jakkafötin sín að röfla einsog þeir séu alvöru stjórnmálamenn”.