Í gær benti á mismunandi sannleika Viðskiptablaðsins og AMX á því hvers vegna Björg Thorarensen hafi ekki endað sem ráðherra:
Af því varð ekki og er ástæðan einföld, hún þykir ekki hafa réttar skoðanir á Evrópusambandinu.
Þegar til átti að taka gátu Vinstri grænir ekki sætt sig við Björgu og settu það helst fyrir sig að hún væri of hægri sinnuð.
Nú ætlaði aðalmálgagn Sjálfstæðisflokksins að fá úr því skorið hvor skýringin væri nú sönn, hvort það hafi verið vondu kratarnir eða kommarnir sem báru ábyrgð á þessu. Útgáfa Bjargar var töluvert öðruvísi.
Mitt meginfag hér í háskólanum er að vinna að rannsóknum á stjórnarskránum. Ég hefði ekki viljað útiloka mig frá því með því að velja ráðherrastólinn.