Aðalgalli 10-11 Eggertsgötu

Það er núna vika síðan það opnaði hérna frábær 10-11 verslun, ég er ákaflega hrifinn og hún hefur þegar komið sér vel og mun að öllum líkindum fækka innkaupaferðum í Bónus niður í eina á viku. En það er galli á búðinni. Þessi galli er að þarna eru einungis seldar 1 lítra fernur af mjólk og léttmjólk í þessum ömurlegu umbúðum sem Reykvíkingar láta af einhverjum ástæðum bjóða sér.

Ég kaupi yfirleitt eins og hálfslítra fernurnar því þær eru mun þægilegri. Ég held að 10-11 sé þarna að feila vegna þess að hérna búa ægilega margir utan af landi sem að nenna ekkert að nota þessa leiðindafernur (sem ætti reyndar að banna). Ég legg hér með til að 10-11 byrji að selja mjólk í almennilegum fernum.