Óheft heimskan lekur úr Valhöll

Þetta nafnlausa komment kom í umræðunni hjá Ágústi Borgþór:

Ólafur Gneisti er lýsandi dæmi um tvískinnung vinstri manna. Þessi mótmæli hafa snúist um pólitík númer eitt, tvö og þrjú. M’otmælin hafa fyrst og fremst snúist um að koma vinstri mönnum til valda.

Er þetta fólk í alvörunni svona heimskt. Ég meina það. Sjálfstæðisflokkurinn kom Íslandi á hausinn. Algjörlega á hausinn. Ófætt barn mitt er með skuldabagga á sér af því að Sjálfstæðismenn hafa komið okkur í þessa stöðu. Þeir stjórnuðu hérna í 18 ár. Þeirra yfirlýsta markmið var að frelsa markaðinn og minnka afskipti ríkisvaldsins (þó í raun hafi markmiðið einfaldlega að koma peningum frá ríkinu til val valinna einstaklinga). Það að ríkið gat ekki stoppað þetta var ekki einhver tilviljun heldur hugmyndafræðin sem Sjálfstæðisflokkurinn stjórnaðist af. Ríkið átti einfaldlega að láta markaðinn vera. Það er það sem eyðilagði Ísland.

Því er það já fullkomlega og 100% augljóst að mótmælin snerust fyrst og fremst um að koma Sjálfstæðisflokknum frá. Hann er búinn að eyðileggja nóg. Ég þarf að sjá það til að trúa því að meira en 15% Íslendinga þjáist af slíkri blindri flokkshollustu að þeir kjósi þennan flokk aftur. Þetta er fullkomið hugmyndafræðilegt gjaldþrot. Þetta virkaði ekki. Þetta er búið. Þið hafið ekkert fram að færa.

Hins vegar spratt líka upp í mótmælunum almenn krafa um siðbót sem er vissulega þörf og allir flokkar ættu að fara í sjálfsskoðun. Um leið er nauðsynlegt að skoða breytingar á kosningakerfi og stjórnskipan. Það er frábært.