Vafasamar spurningar hjá Facebook

Ég fæ reglulega tilkynningar um að hinir og þessir Facebook vinir mínir hafi svarað einhverjum spurningum um mig. Hvort ég sé sætur, hvort ég hafi notað exstasí og fleira þess háttar. Þetta fannst mér hins vegar gróft:

Steinunn Zoëga just answered the question „Do you think Óli Gneisti Sóleyjarson has ever fantasized about you?“ about you.

Ég ætla að taka fram að rétt svar er nei og ég geri ráð fyrir að tengdó taki því ekki sem höfnun.