Pressunni.is

Á Vefmogganum er þessi dásamlega klausa:

… segir í pistli á nýjum vefmiðli, pressunni.is

Nú hvet ég lesendur mína til að slá inn slóðina pressunni.is og sjá hvort að einhver vefsíða kemur upp. Ég efast um að svo sé. Það er nefnilega svo að þetta er vefmiðill sem heitir Pressan og er á slóðinni pressan.is. Þetta hafa íslenskir fjölmiðlamenn löngum átt mjög erfitt með. Ég man eftir tali um skrif á Múrnum.is, fréttir Vísis.is og fleira þeim dúr. Sum vefrit hafa vefvænni nöfn sem breytast bara þegar talað er um skrif vantrúar.is en er bara vantru.is í öðrum föllum.

Um leið og ég hvet starfsmenn emmbéellspunkturis um að vanda aðeins málfarið hvet ég þá til að vísa nú einu sinni á það sem þeir eru að skrifa um. Núna er bara hlekkur á forsíðu pressunnar.is sem verður algjörlega gagnslaus um leið og fréttin hverfur af forsíðunni. Það er yfirleitt ákaflega auðvelt að vísa nákvæmlega á það sem maður er að tala um á vefnum og það er engin góð ástæða til að gera það ekki.

One thought on “Pressunni.is”

Lokað er á athugasemdir.