Ég var að rekast á klausu á Vefþjóðviljanum þar sem Borgari Þór Einarssyni er hrósað fyrir að höfða mál til að koma í veg fyrir að skattskrár séu aðgengilegar almenningi. Þetta telja Vefþjóðviljamenn betra en að mæta til dæmis fyrir utan skattstofuna og spilla vinnufriði. Er mig að misminna eða hafa Borgar og félagar ekki einmitt farið árlega þá leið að mæta á skattstofuna og spillt þar vinnufriði? Var Vefþjóðviljinn á móti því? Ég bara spyr.
