Fyrr í dag vorum við Eygló hjá Evu og neyddum hana til að skoða textavarpið til að vita hvernig staðan væri hjá VG, hvort að Katrín væri orðin varaformaður. Eva var ekkert sérstaklega áhugasöm reyndar. Þetta var ekki komið á hreint en þetta fór allt einsog maður bjóst við. Ég get ekki ímyndað mér annað en þetta sé gríðarlega lukkuspor fyrir VG því Katrín er alveg ótrúlega góð að ná til fólks.
Í umræðuþáttum lítur hún ægilega góðlega út, meinlaus alveg, en hakkar síðan andstæðinginn í sig. Ég hélt einhvern tíman að hún væri ekki jafn góð í greinarskrifum og bræður hennar, ég er löngu búinn að átta mig á að það var rugl hjá mér.
Ég sagði oft að VG hefði átt að tefla henni meira fram í kosningabaráttunni í vor, ég er viss um að það hefði skilað sér og það mun skila sér að hafa hana áberandi.