Prófkjörspeningar og framlög til svæðisfélaga

Þetta löngu tímabæra uppgjör við áhrif stórfyrirtækja á stjórnmálaflokka gengur bara ágætlega en það vantar enn nokkuð inn í þetta. Þegar er verið að ræða um framlögin sem til dæmis Sjálfstæðisflokkurinn fékk árið 2006 þá virðist ekkert tekið tillit til þess að líklega hefur stærstur hluti styrkjanna farið til svæðisfélaganna vegna sveitastjórnarkosninganna. Um leið hljótum við að gera kröfu til þess að stjórnmálamenn gefi upp hverjir eru að styrkja þá í dýrum prófkjörsframboðum.

Annars er vert að minnast þess hve hneykslaðir Sjálfstæðismenn voru fyrir tveimur árum þegar VG bað álfyrirtæki um styrk. Ég vona að fólk velti því vel og vandlega fyrir sér og spyrji sig hvað olli þeirri hneykslan.