Guðlaugur og tímasetningin

Það væri áhugavert ef einhver myndi spyrja þá heiðursmenn sem Guðlaugur Þór bað um peninga hvort þingmaðurinn knái hafi nefnt einhverjar tímasetningar varðandi styrki. Gæti verið að Guðlaugur hafi verið að hugsa sér að redda styrkjum í hús áður en nýsamþykkt lög tóku gildi? Ég sé þá ekki að upphæðin skipti öllu máli heldur einfaldlega að Guðlaugur var að reyna að fá peninga án þess að þurfa að fara eftir þessum lögum.