Af stigsmun og eðlismun

Tryggvi Þór Herbertsson segir að það sé stigsmunur en ekki eðlismunur á þeim greiðslum sem Sjálfstæðisflokkurinn fékk annars vegar og Samfylkingin og Framsókn hins vegar. Ég held að það sé bara alveg rétt hjá honum. Það þarf að rannsaka alla þessa styrki með tilliti til þess hvað fyrirtækin hafi fengið fyrir sinn snúð. Það ætti líka að birta styrki frá fyrri árum og um leið ætti að birta upplýsingar um prófkjörsstyrki og styrki til svæðisfélaga.

Sama ár og hinir flokkarnir þáðu þessa háu styrki og leyndu þeim þáði VG einn styrk yfir hálfri milljón og lét alla vita af honum. Þar er eðlismunur. VG var löngu búin að hlýða kallinu um gegnsæi. Fólk mætti muna þetta þegar það gengur er inn í kjörklefann.