Ég var nokkuð ánægður með fulltrúa Borgarahreyfingarinnar núna þar til hann fór að tala um stjórnlagaþing. Það bara á ekkert eftir að virka að fá eitthvað sexhundruð manna slembiúrtak til að semja stjórnarskrá á nokkrum mánuðum.
Stjórnarskrár eru stuttar en þær eru um leið ákaflega flóknar – hvert orð þarf að vera algjörlega úthugsað. Við skulum muna að ef við fáum slembiúrtak 600 manna þá eru allar líkur á að helmingur þeirra sem koma þar inn séu undir meðalagi greindir. Mér lýst ekkert á slíkt. Ég held að það sé enginn vafi á að það þurfi klárt fólk til að skrifa stjórnarskrá.
Satt best að segja tel ég að hugmyndir Framsóknarmanna séu mikið betri.