Kosningakompás Vefmoggans

Ég tók kosningapróf Vefmoggans. Raunar finnst mér að þeir nýti tækifærið ekki nægilega með því að bjóða ekki upp á html kóða til að líka inn á bloggsíður eða hnapp til að senda niðurstöðurnar á Facebook. En maður getur líka gert copy/paste ef bloggkerfið manns þolir það:

Vinstrihreyfingin – grænt framboð (V) 85%
Borgarahreyfingin (O) 83%
Frjálslyndi flokkurinn (F) 72%
Samfylkingin (S) 72%
Lýðræðishreyfingin (P) 65%
Framsóknarflokkur (B) 65%
Sjálfstæðisflokkur (D) 44%

Að sjálfsögðu skipta stefnumálin sjálf ekki öllu máli ef maður treystir ekki fólkinu í flokknum ekki til að koma þeim til framkvæmda. Sem betur fer treysti ég flestum í VG og get því glaður sett exið mitt við Vaff.