Framsóknarmenn hata barnafólk

Mér blöskraði núna áðan þegar ég kíkti á vef Framsóknarflokksins. Samkvæmt Helgu Sigrúnu Harðardóttur vill VG refsa barnafólki. Ástæðan er sú að forystumenn VG hafa sagt að þeir vilji frekar lækka laun einhverra opinberra starfsmanna en að segja þeim upp. Ef ég vildi nota sömu aðferðafræði og Helga Sigrún myndi ég segja að Framsóknarmenn hati barnafólk þar sem þeir vilja heldur að foreldrar verði atvinnulausir heldur en þeir lækki í launum. Er í alvörunni boðlegt að snúa svona út úr málflutningi pólitískra andstæðinga sinna?