Heldur Siggi Kári að Íslendingar séu fífl?

Í færslu Sigga Kára sem ég reyndi að gera athugasemd við í gær en hef ekki enn fengið samþykkta er þessi stjarnfræðilega vitlausa athugasemd:

Um 12.000 Íslendingar voru atvinnulausir þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar tók við. Nú eru um 18.000 einstaklingar atvinnulausir og hefur því fjölgað um 6.000.

Hér treystir Siggi Kári á að fólk sé almennt svo vitlaust að það fatti ekki að þeir sem hafa orðið atvinnulausir síðan ný ríkisstjórn tók við höfðu langflestir fengið uppsagnarbréf í tíð þeirrar ríkisstjórnar sem hann studdi sjálfur.

En vitleysan hjá honum er endalaust. Hann telur til ótal atriði sem eru fyrst og fremst tilkomin vegna gjaldþrots stefnu Sjálfstæðisflokksins og skammar VG og Samfylkinguna að hafa ekki náð að redda þessu öllu á tæpum þremur mánuðum.

Ég held að Siggi Kári sé að gefa skýrt til kynna að þeir sem falli fyrir þessum áróðri Sjálfstæðismanna og kjósi hann á laugardaginn séu fífl.