ESB

Ég held að það sé kolvitlaus túlkun að VG hafi tapað á ESB umræðunni. Ég veit ekki neinn sem hætti við að kjósa VG á lokasprettinum vegna ESB en þónokkra sem hættu við vegna ummæla Kolbrúnar.

Annars er ég óhræddur við aðildarumsókn. Ég tel að slíkt sé ásættanlegur fórnarkostnaður fyrir vinstri stjórn. VG þarf ekki að lofa að tala fyrir samþykki í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég væri líka sáttur við að klára þetta af því ég nenni ekki að tala um ESB lengur. Ég hef áður sagt að ég held að aðild verði ekki samþykkt nema að til komi flýtimeðferð í upptöku Evru. Sjálfur er ég Evró-skeptíker. Ég get hvorki sagt að ég sé einlægt með eða á móti.