Kvikmyndakvöld og dagur á morgun

Þetta var fámennasta kvikmyndakvöldið til þessa, náði lágmarki þegar stúlkurnar kusu Idol fram yfir Clint Eastwood. Sem betur fer valdi Sverrir akúrat öfugt og mætti í fyrsta sinn. Ég skemmti mér við að baka muffins rétt áður en kvikmyndin hófst sem fór bara vel í menn sýndist mér.

Við horfðum á The Good, The Bad, The Ugly og eftir það var enginn í stuði til að horfa á nærri þrjá klukkutíma af eyðimörk í viðbót þannig að ekki var horft á seinni myndina. Seinni myndin verður á dagskrá á morgun klukkan fjögur.