Bílastæðisgjöld við Háskóla Íslands

Ég hef undanfarið verið að hneykslast yfir póstum frá Stúdentaráði þar sem stúdentar eru hvattir til að skrifa undir undirskriftarlista gegn  bílastæðisgjöldum við Háskóla Íslands. Ég vil bílastæðisgjöld þar. Ég vil minnka mengun og umferð bíla.

Ég hvet því nemendur Háskóla Íslands til að skrifa undir þennan undirskriftarlista til stuðnings því að bílastæðisgjöld verði, með ákveðnum skilyrðum, tekin upp á svæði skólans.