Ég var í barnavörubúð um daginn, eins og gerist reglulega núorðið, og þar rakst ég á einhvern galla með nafninu Lindberg áberandi í bringunni. Ég verð að segja að ég hefði ekki haldið að Lindberg væri nafn sem gott er að tengja við barnavörur. Ég veit að það munar einu hái en mér datt bara í hug Lindbergh barnið.