Ekkert sérstaklega sáttur

Ég var að fá einkunn fyrir ritgerðina sem ég gerði um heyrnarlausa um daginn, ég fékk 8,5 fyrir hana en ég er samt ekkert sérstaklega sáttur. Það er ein athugasemd við ritgerðina og mér finnst ekkert vit í henni. Þetta var athugasemd við lokaorðin sem gaf í skyn að kennarinn hafi ekki lesið innganginn. Síðan var kennarinn ekki sáttur við uppsetninguna á heimildaskránni, vildi punkta þar sem ég hafði kommur og breytti þess vegna öllum þessum kommum í punkta. Ég hélt að aðalatriðið í heimildaskrá væri að vera sjálfum sér samkvæmur, allavega var það kennt í Vinnulaginu. Það er ótrúlegt að fá ritgerð þar sem er ekki ein einasta athugasemd við efnið sjálft.

6 athugasemdir við “Ekkert sérstaklega sáttur”

  1. Ég er ekkert ósáttur við að fá 8.5 heldur við að fá engar almennilegar athugasemdir. Annars þá held ég það geti vel verið að þú vanmetir mig, þessi einkunn er í góðu samræmi við aðrar einkunnir sem ég hef þegar fengið innan bókasafnsfræðinnar. Eygló fékk annars 9.5 og ég sá ekki eina einustu athugasemd hjá henni

  2. Endurtek að ég er ekki ósáttur við að fá 8.5 heldur það að vita ekkert á hverju þessi einkunn byggist.

  3. Ef Bókasafnsfræðikennarar er ekki óvenju gjafmildir á einkunir þá er nú 8.5 með hæstu einkunum sem þú átt eftir að fá. Velkomin í Háskólann!

  4. Skil þig. En ef einkunir eru almennt 8.5 eða 9.5 þá er nú ansi ríflega gefið í bókasafnsfræðinni. Það er algengara að 8.5 sé með hæstu einkunum. Nema náttúrulega að þið Eygló séuð dúxarnir í skorinni?

Lokað er fyrir athugasemdir.