Opinber afstaða Röskvu?

Röskva er með bloggsíður sem reknar eru undir nafninu Raddir Röskvu, þar er hægt að finna athugasemdir Röskvufólks um hitt og þetta. Ég rakst núna áðan á athugasemd hjá einum þessari bloggara sem var á þessa leið:
Þeir aular(með fulla virðingu fyrir aulum) sem að halda að það sé nokkuð vit í baráttu Helga Hóseasonar fyrir afnáms skírnaheitisins þá bið ég þá að leggja leið sinni á Þessa síðu . Ég hef litlar áhyggjur af Helga Hós en mér leiðist misskilningurinn sem mér finnst fólk yfirleitt vera haldið gagnvart þessu máli.

Á þessari síðu má skilja hvernig þetta mál er vaxið. Að vísu krefst það þess að viðkomandi hafi þolinmæði og vilja til skilnings(þ.e að hann sé ekki auli)
Þetta segir guðfræðinemi að nafni Grétar. Nú spyr ég hvort þetta sé opinber afstaða Röskvu? Er ég bara auli af því ég er ekki sammála þessum kurteisa einstaklingi? Ekki er annað að skilja þar sem hann er að skrifa undir merkjum Röskvu.

Ég efast ekki um að það séu mun fleiri atkvæði í húfi en bara mitt.