Kúrekar, samúræjar, Íslendingar og gangsterar

Við Eygló hirtum Danna með okkur og fórum í bíó í gær, myndin var Fistful of Dollars sem passaði vel við þema kvikmyndaklúbbsins um síðustu helgi. Myndin var góð en seinni myndir Leone eru betri.

Sagan er vissulega kunnugleg þar sem ég hef séð hana áður í myndunum Yojimbo, Hrafninn Flýgur og Last Man Standing. Það er ægilega fyndið að sjá fyrir sér allar þessar senur í ólíkum búningum, Samúræjar, kúrekar, Íslendingar og gangsterar. Ég held að Yojimbo sé flottasta útfærslan. Annars þá er sagan upphaflega eftir Dashiel Hammet.