Hannes Hólmsteinn telur það ósanngjarnt að Blaðamannafélagið sé á móti Davíð Oddssyni en ekki Þorsteini Pálssyni. Óskar Magnússon nefndi eitthvað svipað. Ég sé ákveðinn mun á þessum tveimur ráðningum:
- Þorsteinn var ritstjóri dagblaðs áður en hann fór af fullum krafti í stjórnmálin.
- Þorsteinn Pálsson var forsætisráðherra í svona fimm mínútur.
- Þorsteinn Pálsson gerði ekkert sem forsætisráðherra sem fólk man eftir nema kannski að láta sparka sér úr stjórn.
- Þorsteinn Pálsson hafði ekki verið í stjórnmálum og dægurþrasi í töluverðan tíma áður en hann varð ritstjóri aftur.
- Þorsteinn Pálsson setti Ísland ekki á hausinn.
Þetta er bara það sem mér dettur í hug einn tveir og þrír.