Ég náði ótrúlegum árangri í aðferðafræðiprófinu á laugardag, fékk 5.8. Það er úrvalsárangur miðað við að ég var í prófinu í svona 45-50 mínútur, hafði nær ekkert lært og hafði verið á tónleikum til klukkan 4 nóttina áður. Fjör. Hefði samt engu skipt þó ég hefði fengið 1 í þessu prófi, dettur samt dautt niður. Í aðalaðferðafræðiprófinu er stefnan hins vegar á 7-9.
Ég er hins vegar með pælingar í gangi og þarf hugsanlega að hringja til Færeyja á eftir, sem er fjör.