Shithead´s gonna save the day

Ég var að hlusta á Dead Soul Men með Freak Kitchen á sunnudaginn á meðan ég var að fletja út laufabrauðið. Lagið Shithead kom og textinn minnti mig á eitthvað, síðan kom síðasta erindið:

Shithead is a true companion
He´’ll guard your precious thermos
You can use him as a cover
To hide your „special purpose“

Ég sagði þá við Eygló að þetta lag væri án efa um hundinn sem Steve Martin átti í The Jerk, hann hét nefnilega Shithead („don’t call that dog Lifesaver, call him Shithead“). Skrapp síðan á heimasíðu Freak Kitchen og þá stóð bara í upplýsingunum um lagið að það fjallaði einmitt um þennan hund.

Um kvöldið horfðum við Hallgrímur aumingjabloggari á The Jerk. Hún er flott, held að hún hafi verið langt á undan sínum tíma.