Tómur gluggi

Ég var að senda út fullt af emailum og loksins er glugginn í póstforritinu tómur. Það er notalegt en líklega er gott ef hann fyllist aftur af svörum. Í dag gæti ég verið að horfa á Prúðuleikarana en þess í stað er ég að fara að læra aðferðafræði. Það er allavega skref upp á við miðað við upplýsingamiðlun.