Fyrir ári síðan

Þegar ég var að finna jólaperufærsluna þá skoðaði ég hvað ég var að skrifa um fyrir ári síðan.

Ég var að tala um að ég væri búinn að klára mest af jólaundirbúningnum og ætti bara eftir að taka þátt í brjálæðinu hinum megin við búðarborðið. Lukkulega þá þarf ég ekki að afgreið einn né neinn um þessi jól, ég er líka búinn að redda langflestum jólagjöfunum. Á bara eftir Danna og Eygló. Síðan eru það prófin.

Ég var líka að kvarta yfir að heimsóknum á dagbókina hefði fækkað gríðarlega, það sama hefur einmitt gerst núna. Enginn nennir að lesa röflið í mér á þessum árstíma, nema náttúrulega þú. Fékk samt fullt af heimsóknum í gær af af Batman vegna jólaperufærslunnar en þó ekki nærri því jafn margar og tilvísun af Batman gefur yfirleitt. Ég skrifa samt áfram, fyrir sjálfan mig, til að fá útrás.

Jamm, læra í dag.