Of lág laun forsætisráðherra?

Framkvæmdastjóri BHM, sem ég er í í gegnum Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga, segir að laun forsætisráðherra séu of lág. Hún er með milljón á mánuði. Ég get ekki skilið á hvaða skali er þar á bak við. Á hún erfitt með að ná endum saman á síðustu dögum mánaðarins? Hvað er það sem hún þarf að neita sér um vegna þessarar láglaunastefnu? Reyndar man ég ekki eftir því að hún hafi kvartað.

Framkvæmdastjóri BHM á náttúrulega fyrst og fremst að vera málsvari félagsmanna sinna. Eru há laun forstjóra sérstakt hagmunamál almennra félagsmanna? Er ekki miklu betra að lækka laun hálaunamanna en að segja upp lægra settu fólki? Ég bara spyr.