Ný spurningaspil – fjórar týpur

Snillingarnir hjá Ekki spurning eru að gefa út nýja stokka sem annað hvort er hægt að bæta við spurningaspilið Spurt að leikslokum eða spila eina og sér. Miðað við hve vel upprunalega spilið seldist á síðasta ári þarf lítið að kynna þetta fyrir fólki. Eitt höfuðeinkenni spilsins er húmorinn sem svífur yfir vötnum.

Nýju spilin er fjögur. Eitt af þeim er ætlað yngri kynslóðinni, annað fótboltaáhugamönnum (tengt HM), hið þriðja inniheldur spurningar um popp og dægurmál og hið fjórða hefur að geyma almennar spurningar úr öllum áttum.

Höfuðkosturinn er augljóslega verðið. Ég gerði fyrir nokkrum árum þau mistök að kaupa viðbórtarspurningar við Trivial Pursuit sem kostuðu morð og milljón og entust ekki einu sinni eitt spil. Þessir pakkar eru hins vegar hræódýrir – sérstaklega ef þeir eru keyptir í forsölu á 1490 krónur. Ég pantaði reyndar tvo í einu sem þýðir jafnvel betra verð – 2690 fyrir báða. Allir stokkarnir saman kosta síðan 4990 í forsölu.

Síðan má nefna að spilin er frábær af því að þau taka lítið pláss og er því auðvelt að geyma og auðvelt að flakka um með þau.

Hér er pöntunarsíðan. Þið getið bæði valið að sækja spilin á skrifstofuna eða láta senda ykkur þetta heim. Það er snilld.

Hvað dettur þeim eiginlega í hug næst?