Nú er fyrsta prófið búið, ég býst við að fá á bilinu 6-8 útúr áfanganum. Þetta var annars ömurlegt próf vegna þess að kennaranum datt í hug að hafa 40% spurningu úr einni grein sem ég hafði engan áhuga á að fá svona stóra spurningu úr. Hún hef reyndar gert þetta áður en þetta bara út í hött, það eru mörg hundruð blaðsíður af lesefni í þessu námskeiði og síðan kemur 40% spurningu úr einni stuttri og grein (ég vissi alveg að greinin væri mikilvæg). Reyndar hefur hún gert þetta áður en ég bjóst bara alls ekki við að hún gerði það aftur. Urg.
Næsta próf er aðferðafræði, stefni á að læra hana í kvöld, á morgun og aðfaranótt mánudags. Ég er reyndar svo óheppinn að vera ekki fæddur milli 10. mars og 10. apríl, þeir þurfa víst ekkert að mæta í próf samkvæmt stofuskipaninni sem við fengum senda.