Við skruppum núna áðan til Hjörvars til að fá aðstoð í tölfræði. Reyndar byrjuðum við á því að horfa á Popppunkt, það hafði verið stefnan hjá okkur síðan nýja serían byrjaði að fara til þeirra að horfa á PPPP en einhvern veginn tafðist það svona lengi.
Popppunktur var svoltið klúður til að byrja með, seinni undanúrslitaþátturinn sýndur í staðinn fyrir þann fyrri en síðan allt í einu klippt á hann og hinn látinn af stað. Ensími nær óstöðvandi, maður verður að klappa fyrir Kristni, það er bara ótrúlegt að maður sem stamar geti rúllað upp hraðaspurningunum. Bara bravó.
Tölfræðin varð allt í einu óendanlega einföld þegar Hjörvar fór yfir þetta, ég bara skyldi nær allt um leið og hann lét það útúr sér. Bravó fyrir Hjörvari líka. Hann var hins vegar afskaplega nastí við Eygló.