Það er búið að ná Saddam og það er vissulega góð jólagjöf til allra, svo lengi sem hann fari fyrir þá dómstóla sem hann á að fara fyrir en ekki einhver sýndarréttarhöld. Mig langar til að fá staðreyndirnar um samskipti Breta og Bandaríkjamanna við Saddam frá þeim tíma sem ofsóknir hans gegn Kúrdum voru sem verstar.
Halldór Ásgrímsson vill að Saddam fari fyrir dómstóla og segir:“Þessi maður hefur stundað grimmdarverk í áratugi bæði gagnvart sinni þjóð og heimsbyggðinni í heild sinni.“ Ég á afar erfitt með að muna hvaða grimmdarverk Saddam framdi gegn heimsbyggðinni í heild sinni, er Halldór að gefa í skyn að Saddam hafi stutt hryðjuverkamenn? Allavega er þetta afar heimskuleg athugasemd frá Halldóri.
Síðan er ég ekki sáttur við fyrrihluta setningarinnar því hún virðist vera afar illa ígrundað. Ég er aldrei sáttur við að Kúrdar séu sagðir þjóð Saddams einsog gerist oft, þeir eru ekkert þjóð Saddams. Íranir falla síðan líklega bara undir heimsbyggðina í heild sinni í málflutningi Halldórs og fá þar enga sérmeðferð þrátt fyrir gríðarlegt mannfall í stríðinu við Írak.
En þó Halldór nái að pirra mig þá eru þetta vissulega góðar fréttir.
Og ekki gleyma yfirstéttinni í Kúfæd. Árás á hana er náttúrulega árás á heimsbyggðina alla.