María Ágústsdóttir þjóðkirkjuprestur fer ótroðnar slóðir:
Rökin eru í fyrsta lagi málfarsleg þar sem kvenkynsorðið kona er tekið út og í staðin sett hvorugkynsorðið einstaklingur og finnst mér þar brotið á rétti mínum að hafa kvennkenningu innan hjónabandsins. Í öðru lagi finnst mér brotið á eðli hjónabandsins sem stofnunar sem sett er til viðgangs mannkyni, rammi utan um getnað og uppeldi barna. Um það eru einstaklingar ekki færir, þó þeir geti átt sér annars konar samband.
María vill sumsé að fólki sem getur ekki átt börn, til dæmis sökum aldurs, sjúkdóma eða hvaðeina, sé bannað að ganga í hjónaband. Allavega getur nú ekki verið að hún sé slíkur hræsnari að hún telji að þessi rök eigi ekki við gagnkynhneigð pör. Hún heldur áfram:
Legg ég til að orðið hjónaband sé áfram frátekið fyrir samband karls og konu og annað orð fundið yfir þann ramma sem löggjafinn vill skapa sambandi tveggja karla eða tveggja kenna.
Semsagt, ef jafnrétti verður í raun til á borði þá vill hún allavega að það verði ekki til í orði.
Rökin eru í fyrsta lagi málfarsleg þar sem kvenkynsorðið kona er tekið út og í staðin sett hvorugkynsorðið einstaklingur og finnst mér þar brotið á rétti mínum að hafa kvennkenningu innan hjónabandsins. |