Gærdagurinn byrjaði ekki vel. Ég fór á fætur klukkan níu til að reyna að læra eitthvað fyrir próf en þegar ég opnaði hurðina fór hún yfir stóru tánna með þeim afleiðingum að það rifnaði upp húðin öðru megin við nöglina. Þetta var töluvert sárt.
Spólum áfram um svona tvo klukkutíma þar sem ég sit og er nýbúinn að lesa eitthvað yfir. Ég er eitthvað að teygja mig og rek mig í glös fyrir aftan mig, það er eitthvað smá eftir í öðru glasinu og það helltist beint yfir flýtiglósurnar mínar.
Ég þurfti næst að grafa upp skjalið með þessum glósum í tölvunni og það tókst eftir smá basl. Ég byrja að prenta og þá er prentarinn í rugli, ég fatta ekkert af hverju fyrren eftir dáltinn tíma að eitthvað smá dót kemur út með pappírnum.
Prófið gekk alveg vel en þegar próf er fjórir tíma og ég fer ekki fyrren það er kortér eftir þá er það of langt, ég var annar út úr minni stofu og ég held að sá sem fór á undan mér hafi bara gefist upp.
Óli Njáll var í sömu stofu og hann sat einmitt þannig að jafna bestu sjónlínu að svörunum hans passaði. Reyndar kíkti ég ekki, of mikill heigull líklega. Óli Njáll var ennþá að þegar ég fór.
Kennararnir komu og voru innan við mínútu í stofunni, ég tók varla eftir þeim.
Eftir prófið hoppaði ég í sturtu enda ógeðslegur og við fórum síðan beint á American Style, fimm mínútum áður en skólatilboðinnu lauk.
Mér líður ægilega mikið einsog ég sé búinn í prófum en þó er eitt eftir, Flokkun. Flokkun er bara skemmtleg og ég hef fram á föstudag til að læra. „Don’t ya know da Dewey Decimal System“. Fíla Dewey.
Anna systir kemur í kvöld, hún sendi mér tölvupóst um að fá að gista þegar ég var sem steiktastur af því að lesa fyrir próf og undirbúa viðtöl fyrir Tý þannig að svarið sem ég sendi henni var „jújú“ sem mér fannst eftir á frekar lélegt hjá mér.