Ég verð að játa að ég gladdist aðeins við að lesa þetta viðtal við Jón Gnar af því hann virðist hafa eitthvað aðeins meira fram að færa en brandara. Mér fannst þó skrýtið að lesa það að hann hefði aldrei fengið tækifæri til að vinna hjá RÚV, ég man nú ekki betur en að ég hafi fyrst séð og heyrt af honum þegar hann kom fram í Dagsljósi.
Annars gæti þetta náttúrulega bara verið einn brandari enn – mér datt það allavega í hug þegar ég las forseta/útrásarklisjuna um að rækta sérstöðu okkar.