Kosningarölt

Við tókum ríflegt, líklega þriggja klukkutíma, kosningarölt. Við byrjuðum á því að fá okkur smá kosningaveitingar í Húsi bakarans. Á kjörstað lentum við í einu biðröðinni á staðnum. Af einhverjum sökum hafði þurft að loka kjördeildinni í smá tíma. Vonandi kúkaði enginn. En ég get spurt Lindu nágranna sem var þarna á vakt um þetta seinna. Starfsmaður á kjörstað hafði augun á Gunnsteini það augnablik sem tók að kjósa. Næst var það Bónus og síðan langa leiðin niðureftir. Þetta var mjöh notalegt þó það hafi reyndar rignt smá. Ég vona að þessi varkára bjartsýni mín fyrir kosningarnar verði ekki að fýlu í kvöld.