Núllkrónu kosningabaráttan

Nú er kosningabaráttunni loksins nærri lokið og ég stend enn í núllkrónunum. Mér finnst ekkert sérstaklega að það hafi háð mér að eyða engum peningum. Annað mál er tímaskortur, ég hefði getað skrifað og birt fleiri greinar og vakið þannig athygli á mér. Fjölmiðlar hefðu líka getað verið duglegri. Ég er viss um að margir hafa gefist upp snemma af því að þeir sáu enga leið til að ná til almennings án þess að fara í umtalsverða peningaeyðslu. Það er verra.