Í gær var ánægjulegt að kjósa. Ég gat raðað saman tuttugu og fimm einstaklingum sem ég var ánægður með á kjörseðilinn. Allt gott fólk, sumt sem ég þekki og annað sem ég hafði ekki heyrt um áður en kosningabaráttan hófst. Miðað við hve ég er almennt tilbúinn til að vera óánægður með framboðslista þá var þetta mjög jákvæð reynsla. Ég vorkenni svolítið öllum þeim sem fóru á mis við þetta.