Ég er búinn að heyra frá starfsmanni á kjörstað að einn frambjóðandi hafi í gær eytt töluverðum tíma í að spjalla við fólk þar. Því miður var það ekki stoppað. Ég á ákaflega erfitt með að skilja svonalagað. Mér finnst bann við áróðri á kjörstað gríðarlega mikilvægt prinsippmál og ég tek það mjög alvarlega. Ég gekk inn, kaus og gekk út. Ég man líka eftir því þegar ég vann á Bókhlöðunni og var í framboði fyrir Háskólalistann (sem barðist fyrir einstaklingskosningum) þá var kjörstaður frammi á annarri hæð en ég var á fjórðu hæð. Á meðan kjörstaður var opinn kom einn kunningi minn að spjalla og ég neitaði ítrekað að ræða við hann um kosningarnar þegar hann reyndi að koma efninu að. Bara prinsipp.