Það sem er skemmtilegt við að skoða útsláttarröðina í stjórnlagaþingskosningunum er að maður getur séð hvernig atkvæðið manns færðist á milli frambjóðenda.
Atkvæðið mitt var lengst af í minni þjónustu en þegar ég var sleginn út þá tók Valli við því og hélt því lengst af. Þegar hann datt út féll það í skaut Illuga.
Valli var þó ekki í öðru sæti hjá mér og Illugi ekki í því þriðja. Hjörvar hefði fengið atkvæðið mitt ef ég hefði dottið út á undan honum en Valli var þar á eftir. Á undan Illuga voru síðan nokkrir góðir en þó ekki mjög líklegir kostir.